Aflendingurinn falsar

Punktar

Bjarni Benediktsson tafði útgáfu Panama-skýrslunnar í næstum fjóra mánuði, því að hún var mjög gagnrýnin á gerðir og aðgerðaleysi Sjálfstæðisflokksins. BB frestaði henni fram yfir kosningar. Og fram yfir viðræður um stjórnarmyndun, svo að hann gæti sjálfur orðið forsætis. Skýrslan gefur hér og þar innsýn í þann bófaflokk, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið síðan fyrir aldamót. Allt frá tíma Davíðs Oddssonar. Þar að auki reyndi Bjarni árangurslaust að falsa útgáfudag skýrslunnar og lét fikta við hana í ráðuneytinu til að fegra skattsvik aflendinga. Nú verður sjálfur aflendingurinn forsætis og brennimerkir þannig verðandi ríkisstjórn.

Um Panama-skýrsluna