Aflendingar heyja stríð

Punktar

Eftir undanbrögð gærdagsins er ljóst, að mótmæli halda áfram á Austurvelli gegn ríkisstjórninni. Kraftur þeirra verður mælikvarði á þrýstinginn. Breytingin á stjórninni var bara farði og farsi. Útskýrarar SDG segja hann ekki hafa sagt af sér! Bara vikið ótímabundið. Forseti framdi svo hallarbyltingu, frestaði þingi ótímabundið í samráði við forseta þingsins. Bófaflokkar halda áfram ránum. Ætla að láta mótmælin renna út í sandinn. Þau skipta því máli. Líka skiptir máli, að hratt verði unnið úr upplýsingum úr Mossack Fonseca um 600 íslenzka aflendinga. Pólitíkin er orðin að styrjöld milli 0,02% aflendinga og 99,98% Íslendinga.