Afleit bylting

Punktar

Afleit er bylting egypzka hersins gegn Mohamed Morsi, lýðræðislega kjörnum forseta landsins. Slíkar byltingar valda fólki ævinlega vonbrigðum. Morsi reyndi að vísu að hrifsa til sín völd, sem forsetinn hefur ekki. Forsetar reyna það víðar, til dæmis á Íslandi. Með mótmælum var Morsi þá neyddur til að draga hallarbyltinguna til baka og það hefði átt að duga. Þótt hann hafi afturhaldssamar skoðanir, þá er hann löglega kjörinn í frjálsum kosningum. Lýðræðissinnar á Tahir-torgi fagna núna falli hans. En munu fljótlega sjá, að ekki tekur betra við hjá hernum, sem hefur ímugust á öllu lýðræðislegu.