Afganistan tapast

Punktar

Eitt af öðrum flýja vestræn ríki ábyrgðina af innrásinni í Afganistan og hernámi landsins. Frakkland hefur ákveðið að kalla heim virka hermenn og skilja aðeins eftir hersveit í höfuðborginni Kabúl. Þýzkaland hefur sína hermenn aðeins í norðurhluta landsins, þar sem friður er. Kanada og Holland eru einu ríkin, sem taka virkan þátt í hernaði með Bandaríkjunum og Bretum. Á sama tíma reyna kontóristar Nató í Bruxelles að bera höfuðið hátt. Þeim tókst meira að segja að ljúga Geir Haarde fullan um, að stríðið væri að vinnast. Svo er ekki. Það tapast hægt og bítandi.