Afganistan er ekki ríki

Punktar

Í Guardian bendir Peter Preston á, að Afganistan hafi aldrei verið ríki. Það er safn ættbálka, sem stundum hefur lotið kóngi, en aðeins formlega. Afganistan er ekki misheppnað ríki, því að það hefur aldrei verið ríki. Nú er Hamid Karzai leppkóngur í höfuðborginni Kabúl. Hann ræður miðborginni, ekki úthverfunum, ekki landsbyggðinni. Þar ráða herstjórar og talíbanar, fíkniefnakóngar og ættarhöfðingjar. Vestrið reynir með nánast engum árangri að koma upp stúlknaskólum og annarri vestrænu. Afganar yppta bara öxlum, varðveita Osama bin Laden og Al Kaída. Hernámið er bráðdrepandi rugl.