Ég skil lítið í áfergju karlmanna í konur með áberandi plastbrjóst að hætti Pamelu Anderson, sem mér finnst vera fráhrindandi, líta út eins og skrímsli úr vísindaskáldsögu. Af hverju fá þeir sér ekki bara plastdúkku í kynórabúð í hverfi 101, úr því að plastið kveikir svona gríðarlega í þeim. Er ekki eitthvað athugavert við kynhvöt, sem snýst fyrst og fremst um plast? Ég mundi skilja þetta, ef það fæli í sér afturhvarf til smábarnsins, sem sækir næringu til mömmunnar, en mér er ómögulegt að setja plastið í slíkt samhengi, ekki frekar en í samhengi við kynferðismál.
