Af mannavöldum

Punktar

Loftslagsbreytingar af mannavöldum felast ekki í hlýnun á öllum mælingastöðum. Veður getur kólnað á Íslandi, þótt það hitni á meirihluta mælingarstaða. Fyrst og fremst felast þessar loftslagsbreytingar í aukinni mengun, sem hefur aukinn veðurofsa í för með sér. Einmitt sá ofsi er víða orðinn plága. Við sætum örari og dýpri lægðum með tilheyrandi stormi og samgöngutruflunum. Hastarlegri veðurskipti lýsa sér í hvirfilbyljum, stórflóðum og gríðarlegu manntjóni. Vísindasamfélagið er sammála um vanda loftslagsbreytinganna. Hefur greinilega ekki viljað taka trú á órökstutt röfl efasemdamanna á íslenzku fésbókinni.