Af hverju skattaskjól

Punktar

Allri framleiðniaukningu þjóðarinnar síðustu þrjá áratugi hefur verið stungið undan skiptum með ýmsum aðferðum. Til dæmis með hækkun sjávarafurða í hafi. Því eru til skattaskjól á aflandseyjum. Til að fela illa fengið fé og til að komast undan sköttum. Hafi einhverjir falið fé sitt af öðrum hvötum, væri fróðlegt að fatta það. Eins og Sigmundur Davíð fullyrða Bjarni Ben og Ólöf, að allt sé með felldu með sinn feluleik. Sýna samt engar skattskýrslur því til sönnunar. Þegar þetta fólk lýgur þindarlaust um aðra hluti, getur það ekki ætlast til að þjóðin trúi órökstuddum fullyrðingum um þetta. Burt með alla tortólingana úr pólitík.