Ættarvæðing Kaupþings

Punktar

Þegar græðgisvæðingin var á fullu, kom Ásgeir Jónsson í Kaupþingi mér fyrir sjónir sem spunakarl hennar. Hann var annan hvern dag í sjónvarpsfréttum að tala um, hvað allt væri frábært, sérstaklega bankarnir. Eftir hrunið hefði mátt búast við, að hann færi í felur. En hann er enn í bankanum og er enn að tala í sjónvarpi um vandamálin. Það stafar auðvitað af, að hann er sonur Jóns Bjarnasonar, landbúnaðarráðherra Vinstri grænna. Og nú er systurdóttir Jóns orðin stjórnarformaður Kaupþings, fulltrúi Vinstri grænna í stjórninni. Sérstaka gát þarf að hafa á Jóni. Hann er í gamla ættvæðingar-stílnum.