Æði verkfræðinga

Punktar

Benti í gær á áratuga reynslu af áætlunum verkfræðinga, sem jafnan eru rugl. Topparnir eru ráðgjafar Landsvirkjunar, Orkustofnunar og HS Orku. Reiknuðu feiknarlegt magn af auðveldri orku í jarðhitann. Þeir voru úti að aka. Samið var um álver í Helguvík, en ekki er enn búið að finna orkuna. Verkfræðingar höfðu tvíreiknað og þríreiknað orkumagnið og hefðu tæmt hitabirgðir skagans á skömmum tíma. Nú eru óðu ráðgjafarnir enn komnir á flug. Búnir að reikna útflutning á þreföldum Kárahnjúkum á streng til útlanda. Vinsælt væri þó, að áður leiðréttu fræðingarnir rugl sitt víða um Hellisheiði og Reykjanesskaga.