Bandaríska hermálaráðuneytið hefur síðan í janúar ítrekað verið varað við hugsanlegum stuldi og skemmdarverkum í þjóðminjasafni Íraka við hernám Bagdað. Brezki forsætisráðherrann hefur fengið slíkar viðvaranir síðan í desember í fyrra. Í báðum tilvikum var lofað að reyna að vernda safnið, ef vargöld yrði í borginni við hertöku hennar. Þrátt fyrir þetta gerðu bandarískir landgönguliðar enga tilraun til að bjarga safninu, heldur horfðu bara á, þegar safnið var eyðilagt af óeirðamönnum, sem leituðu að verðmætum hlutum. Frá þessu segja Douglas Jehl og Elisabeth Becker í New York Times. Þar kemur ekki fram, hvort það var af ásettu ráði eða mistökum, að bandarískir herinn lét eyðileggja eitt verðmætasta þjóðminjasafn í heimi.