Aðgangur að auðlindum

Punktar

Auðlindagjald kemur ekkert við tekjuskatti. Auðlindagjald er afgjald fyrir notkun á sameiginlegri auðlind. Ódýrast er að láta frjálsan markað um að ákveða auðlindagjaldið. Það gerist bezt í frjálsum uppboðum, þar sem aðilar bjóða í aðgang að auðlindinni. Þannig geta útgerðir, skipstjórar, sjómenn og bæjarfélög boðið í aðgang að kvóta. Hann er aðferð ríkisins við að skammta aðgang að auðlind, sem ríkið býr til með skömmtun. Það kallast kvótakerfi. Sama gildir um aðgang að raforku til stóriðju. Sú orka á að fara á uppboð og leigjast til þess, sem bezt býður. Pilsfalda-sovjet Flokksins er úrelt þing.