Aðför að upplýsingum

Punktar

Enn og aftur verður væntanlega að kæra aðför Hæstaréttar að upplýsingafrelsi þjóðarinnar til Evrópudómstólsins. Samkvæmt dómi yfir Svavari Halldórssyni þurfa blaðamenn að bera herkostnað af trúnaði við heimildamenn. Þrátt fyrir þrjú ár í valdastólum hefur ríkisstjórnin ekki getað orðað lög nógu skýrt fyrir Hæstarétt. Enn og aftur koma í ljós handarbakavinnubrögð stjórnarinnar við smíði laga, sem eiga að flytja okkur frá miðöldum til nútímans. Við erum ein á báti í Vestur-Evrópu með þessa skrítnu dóma. Útrásarbófar nota sér þá til að hindra gagnrýni. Fjórum árum eftir hrun ganga þeir enn allir lausir.