Að vera og gera

Punktar

Bandaríkjastjórn ver miklu fé í að reyna að telja múslimum trú um, að
Bandaríkin séu góð og hafi gott frelsi og gott lýðræði. Þetta hefur engin
áhrif, af því að múslimar eru ekki að pirrast á því, hver Bandaríkin séu
eða hvort Leví gallabuxur séu góðar. Múslimar pirrast ekki á því, hvað
Bandaríkin séu, heldur hvað þau gera. Sífelldar krossferðir Bandaríkjanna í
löndum múslima eru það, sem málið snýst um. Þær eru orsök þess, að
meirihluti múslima í heiminum elskar Osama bin Laden. Þessar krossferðir
valda því, að Osama er skyndilega orðið algengasta fornafn stráka í löndum
íslams.