Jonathan Freedland segir í Guardian, að lausn Palestínudeilunnar verði að byggjast á þeirri staðreynd, að horfið sé allt traust milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, en hugsanlegt sé, að þeir geti sameiginlega treyst þriðja aðila. Hann segir, að meðal málsaðila sé vaxandi áhugi á, að fjölþjóðlegt gæzlulið, sennilega undir forustu Bandaríkjanna, leysi hernámslið Ísraels af hólmi og tryggi öryggi Ísraels meðan Palestínumenn byggi upp innviði eigin ríkis. Fulltrúar beggja aðila hafa tekið þátt í smíði slíkrar áætlunar á vegum Middle East Policy Initative Forum í London. Hún tekur mið af reynslu, sem hefur fengizt á Austur-Tímor og í Kosovo.