Að þurfa að hugsa

Punktar

Notendur vefmiðla vilja ekki þurfa að velta fyrir sér, hvernig þeir eiga að komast um vefsvæði. Þeir vilja, að siglingafræðin sé augljós, þeir týnist ekki, þótt þeir fari á kaf í svæðið. Á góðum vefjum rata menn vel fram og til baka. Og finna allt, hvort sem þeir vafra eða leita. Notendur vilja beita hugsun við notkun efnis, en ekki við notkun á hnöppum og krækjum og flipum á vefsíðum. Þeir vilja heldur ekki þurfa að pæla í leit. Tæknin á að lagast að manninum, en maðurinn ekki að tækninni. Þetta er einföld regla. Alveg eins og önnur regla, sem segir: Láttu mig ekki þurfa að hugsa.