Að taka Framsókn á vandann

Punktar

Almannatenglar bófaflokksins velta fyrir sér, hvort ekki sé hægt að finna góða kosningabombu. Stjórnarslitin og perravinamálið klúðruðust hjá ráðherrunum og „kletturinn í hafinu“ fær litlar undirtektir. Þá verður almannatenglunum hugsað til mosku-útspils Framsóknar rétt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Birni Bjarnasyni hefur verið att á foraðið til að kanna dýpið. Hann leggur til, að Sjálfstæðisflokkurinn taki upp stefnu Flokks fólksins í málum hælisleitenda.  Líklegt er, að bófarnir geti skafið eitthvað af fylgi Ff. Slíkt fólk er næmt fyrir innistæðulausum loforðum, sem engum sjálfstæðismanni dettur í hug að efna.