Að framleiða biðlista

Punktar

Biðlistar eftir liðskiptaaðgerðum eru manngerðir. Ráðherrar bófaflokksins bjuggu þá til með því að svelta skurðstofur spítala um fé, Landspítalann og spítalana á Akureyri og á Akranesi. Með betri fjárveitingum til þeirra má skjótt afnema biðlistana. Ráðherrarnir vildu heldur flytja þessar aðgerðir á einkaskurðstofur, til dæmis hjá Albaníu-Höllu á Klínikinni. Þar eru aðgerðirnar dýrari og því hafa ríkir fengið aðgerðir erlendis. Ódýra lausnin er hins vegar að auka fjármagn til fjársveltra skurðstofa almennra spítala. Sömu sögu er að segja um aðgerðir á augasteinum og fleiri aðgerðir, þar sem biðlistar eru pólitískt framleiddir.