Að draga úr ójöfnuði

Punktar

Hér á landi og almennt á Vesturlöndum hefur skattbyrði láglaunafólks aukizt, en skattbyrði auðjöfra minnkað síðustu áratugi. Munur ríkra og fátækra hefur aukizt verulega, samanber tölur OXFAM. Við munum minnka muninn eftir stjórnarskiptin. Hækka persónuafslátt, hækka skattleysismörk. Vonandi tökum við aftur upp skatt á stóreignir, þó ekki á eigin íbúð. Síðasta ríkisstjórn lagði þennan skatt niður. Einnig munum við færa fjármagnstekjuskatt nær vinnutekjuskatti. Við munum loka fyrir holur í skattakerfinu, skattleggja kennitöluflakk og alla „hækkun í hafi“. Þetta er í stórum dráttum það, sem píratar vilja gera til að draga úr ójöfnuði.