Enn styðja ríkisstjórnir í Evrópu við bakið á Bandaríkjunum, þrátt fyrir andstöðu kjósenda. Með því að sjá um hluta hernáms Afganistan léttir Nató á Bandaríkjunum og gerir þeim kleift að stunda heimsvaldastefnu á fleiri stöðum. Með þessu tekur Evrópa óbeina ábyrgð á framgöngu, sem er andstyggð góðra manna um allan heim. Miklu skynsamlegra er fyrir ráðamenn Evrópu að líta á Bandaríkin sem lausbeizlað og geðveikt heimsveldi, sem beri að bregða fæti fyrir við hvert einasta tækifæri. Eins og þjóðir Evrópu rústuðu heimsveldi Rómar í lok fornaldar.
