Actavis okrar

Punktar

Actavis selur lyf tíu sinnum dýrar hér á landi en í Danmörku. Fyrirtækið skiptir um nafn á lyfjunum til að fela glæpinn. Þannig heitir lyf Sivacor á Íslandi og kostar 6624 krónur, en heitir Simvastatin í Danmörku og kostar 645 krónur. Það er alþjóðlegur vandi, að lyfjafyrirtæki eru fyrirbæri, sem verja meiru í áróður og mútur en í rannsóknir. Hér er síður en svo frambærilegt eftirlit með okri á lyfjum. Heilbrigðisráðuneytið er samsekt og hefur ekki gripið í taumana, en Einar Magnússon, eftirlitsmaður þess, er með ódýra útúrsnúninga til verndar Actavis.