Ábyrgðarmenn kúlulánanna

Punktar

Yfirmenn banka gáfu kúlulán. Lántakandi var einkahlutafélag, sem átti ekki krónu og gat ekki endurgreitt. Var vitað frá upphafi. Gæludýr innan og utan bankans fengu lánin. Galdra átti fé út úr engu. Lánin mundu endurgreiðast af fríðindum við kaup og sölu hlutabréfa í bönkum og eignarhaldsfélögum. Það var sjúk hugsunm málsaðila. Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri hélt sig þannig hafa eignazt 850 milljónir. Þorbjörg Katrín Gunnarsdóttir trúði líka, svo og Björn Ingi Hrafnsson. Þetta var einfaldur stuldur. Yfirmenn í bönkum svínuðu á hagsmunum bankanna. Því eru þeir ekki strax dregnir til ábyrgðar?