Áburðar-kolbítarnir

Punktar

Átta kolbítar Framsóknar vilja ríkisfrumkvæði að byggingu áburðarverksmiðju, sem kostar 150 milljarða og veitir 200 manns vinnu. Þeir telja unga fólkið munu streyma til baka frá útlöndum í áburðarvinnu. Til samanburðar kostaði 0,3 milljarða að reisa sprotafyrirtækið CCP, sem veitir 500 manns vinnu hér á landi. Alþingismenn Framsóknar eru eins nautheimskir og kjósendur þeirra. Sitja fastir í öskustónni og vilja fátt skilja í nútímanum. Sízt ef hann kemur frá Evrópu. Finnst vissara að halla sér að fasistum í Rússlandi og Kína. Enda finna þeir þar þá hugsjónabræður, sem þeir finna síður í Evrópu.