Absúrdistan er hér

Punktar

Hálf þjóðin hefur það sæmilegt eða gott, hinn helmingurinn ekki og lítill hluti býr við sult og seyru. Fátækt hefur aukizt á Íslandi og velferðarkerfi er meira eða minna brostið til síns brúks. Venjulegt láglaunafólk í fullri vinnu á ekki til hnífs og skeiðar. Vonlaust er fyrir slíkt fólk að eignast húsnæði. Hefur ekki einu sinni ráð á húsaleigu. Á fésbókinni hefur Ísland því réttilega verið nefnt Absúrdistan. Græðgi eigenda ríkisstjórnarinnar er svo einbeitt, að engin leið er að kreista lágmarkslaun úr þeim. Millistéttin er klofin og stéttastríð óhjákvæmilegt. Auðhyggjan er hömlulaus og mun að óbreyttu leiða til þrælaríkis.