Á rófubeininu og eistunum

Hestar

Fyrir einni öld riðu margir bændur sitjandi í hnakki eins og í stól. Fyrir hálfri öld komu hingað þýzkir knapar, sem kenndu Íslendingum að standa í ístöðunum. Þá kom til sögunnar sú reiðmennska, sem gömlu karlarnir kölluðu tamningamanna-glenning. Hestamenn deildu um þetta mál. Forvígismenn nýju línunnar sögðu, að gömlu karlarnir riðu á rófubeininu. Þeir gömlu svöruðu í sömu mynt og sögðu nýja gengið ríða á eistunum. Af þessu varð hvellur. Nú eru menn hálfstandandi og hálfsitjandi í hnakki. Sigurbjörn Bárðarson fer bil beggja, er nær gömlu bændaásetunni, enda situr hann hest bezt allra.