Á fólkið að borga?

Punktar

Ég hef talið, að kjósendur beri hluta ábyrgðar á íslenzka davíðshruninu. Kusu flokka og pólitíkusa, sem trúðu á einkavæðingu og eftirlitsleysi. Hins vegar er ljóst, að fólk er ekki á sama máli. Fjölmargir segja: “Við borgum ekki”, þegar talið berst að IceSave eða verðbótum á höfuðstól lána. Segir þetta vera forsendubrest. Ég tel, að kjósendur geti sjálfum sér kennt um þennan meinta forsendubrest. Tel, að kjósendur neiti ranglega að axla ábyrgð á arfavitlausu athæfi í kjörklefanum. En ljóst er, að þeirri skoðun vex ásmegin á Vesturlöndum, að fólk eigi ekki að borga. Samanber Grikkland.