Á ekki orð yfir fjölmiðlana

Punktar

Fjölmiðlar landsins eru gersamlega úti að aka. Þeir eru steinsofandi. Enginn þeirra sýndi beint frá óeirðunum við lögreglustöðina síðdegis. Ekki Ríkið, ekki Stöð 2, ekki Skjárinn. Verst stóð sig Vísir.is, sem birti bara viðtal við annan málsaðila. Lét Geir Jón Þórisson segja, hversu margir hafi tekið þátt í mótmælunum. Enn einu sinni nennir fjölmiðill ekki að telja hópinn og treystir löggunni til að telja andstæðingana. Hvað eru blaðamenn yfirleitt að gera á laugardögum? Er ekki mætingaskylda, þegar mikið liggur við? Ég er svo gáttaður á hruni íslenzkra fjölmiðla, að ég á ekki orð yfir þá.