Dómsmálaráðherra vill stofna 115 milljón króna embætti héraðssaksóknara. Þar af eru 62 milljónir hrein viðbót við núverandi kostnað. Engar tillögur fylgja um fjáröflun eða sparnað á móti. Samt hefur ríkisstjórnin samþykkt, að öllum tillögum um aukinn kostnað fylgi mótvægistillögur. Engar upphæðir eru í fjárlögum vegna þessa máls. Fjármálaráðherra hefur vakið athygli á þessum tvískinnungi. Mér sýnist þarna vera á ferð ágreiningur milli Björns Bjarnasonar og annarra ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru auðvitað viðkvæmir fyrir auknum ríkisrekstri. Og vilja gjarna losna við Björn líka.
