Úr 25 í 90 dollara

Punktar

Olíutunnan hefur hækkað úr 25 í 90 dollara á tunnuna síðan stríðið hófst gegn Írak. Hækkunin er George W. Bush og Bandaríkjunum að kenna. Þið skuluð muna eftir því, þegar þið fyllið benzíntankinn. Þá eruð þið að taka þátt í herkostnaði stríðs, sem hefur kostað rúmlega hálfa milljón manns lífið í Írak. Samkvæmt útreikningi bandarískra læknaskóla og birt í Lancet. Í stað þess að efla skóla og heilsu og velferð heima, sóa vestræn ríki peningum almennings í þáttöku í styrjöld fávitans í Hvíta húsinu. Allir, sem borga benzín og olíu, taka þátt í að borga brúsann. Ekki bara Davíð Oddsson.