Dýrkun hins sterka

Punktar

Pervez Musharraf leikur í Pakistan rulluna, sem Mohammad Reza Pahlavi lék í Íran fram til 1979. Bandaríkin hafa lag á að finna einn sterkan herforingja og setja allt sitt traust á hann. Þegar hann fellur, hrynur allt kerfið í kring. Þannig féll Íran í hendur Khomeini erkiklerks. Þannig mun Pakistan falla í hendur einhvers af togi Osama bin Laden. Pakistan er þegar orðin heimsins langmesta gróðrarstía andúðar á Bandaríkjunum. Þar á ofan á ríkið kjarnorkuvopn, sem geta fallið í skaut handóðra. Bandarísk tunga greinir illa milli ríkja og þjóða. Það sést hjá fjölmiðlum og valdhöfum þar vestra.