Evrópa endurskoðuð

Punktar

Enn hafa endurskoðendur Evrópusambandsins neitað að skrifa undir reikninga þess. Í þrettánda skipti í röð fá þeir ekki undirritun. Í þetta sinn hafa rúmlega fjórir milljarðar evra verið greiddir án fullnægjandi skýringa. Áður var þetta einkum í landbúnaði, en að þessu sinni eru syndirnar einkum í innviða- og svæðishjálp. Þetta er náttúrulega afleitt fyrir bandalagið. Að vísu er því ekki einu um að kenna. Einstök ríki áttu að hafa eftirlit með fjórum evrum af hverjum fimm, sem hafa týnzt. Samt er ljóst, að stærsta hagkerfi heims getur ekki lengur sætt háði og spotti fyrir svona rugl.