Kona varð 85% öryrki árið 2003 á hátíð embættis sýslumannsins á Selfossi. Það var afleiðing af bumbuslag tveggja lögreglumanna. Sýslumaðurinn og kollegi hans á Hvolsvelli klúðruðu kærumáli konunnar. Ríkissaksóknari sagði rannsóknina hafa brotið lög um stjórnsýslu og meðferð opinberra mála. Vitni voru að málinu, en þau voru ekki kölluð til, heldur bara valin einkavitni lögreglunnar. Umboðsmaður Alþingis hafði afskipti af málinu og taldi það forkastanlegt. Klúður tveggja sýslumanna er greinilega vísvitandi. Hafði þau hörmulegu áhrif, að konan náði ekki rétti sínum og fær engar bætur.
