Demókratar eiga erfitt með að nota sér yfirburðina í almenningsálitinu. Frambjóðendur þeirra þora ekki að vera almennilega á móti stríðinu gegn Írak. Þeir þora ekki að mæla með auknum sköttum, aukinni velferð og meiri umhverfisvernd. Þótt meirihluti þjóðarinnar vilji það. Tregða demókrata byggist á, að kjósendur skipta ekki lengur mestu máli. Það eru gjafmildu fyrirtækin, sem stýra gengi frambjóðenda gegnum dýra kosningabaráttu og inn á þing. Eða í Hvíta húsið. Fyrirtæki eru íhaldssöm. Forstjórar endurspegla ekki vilja almennings. Því eru frambjóðendur demókrata ígildi repúblikana.
