Blaðið 24 stundir sótti fram í haustkönnun fjölmiðla. Að öðru leyti er lestur dagblaða í föstum skorðum hér. Heildarlestur hækkaði milli vors og hausts. Fríblöðin hafa þessi áhrif, þau eru meiri hluti pressunnar hér en annars staðar. Á vesturlöndum minnkar notkun dagblaða ár frá ári og hefur gert svo nokkra áratugi. Sum blöð hafa jafnað þetta upp með auknum lestri vefsvæða, en tekjur af því hafa verið litlar. Nú eru auglýsingar farnar að hressast á vefsvæðum fjölmiðla. Notendum finnst þau meira trausts verðar en önnur fréttasvæði á vefnum. Of snemmt er því að spá andláti dagblaða.
