Sagan endurskrifuð

Punktar

Stalín er aftur orðinn fínn kall í Rússlandi. Vladimir Pútín er að láta endurskrifa sögu landsins. Leiðbeiningarnar eru komnar út og fyrstu kennslubækurnar væntanlegar. Þar er alræði hafið til skýjanna, Stalín sagður vera hetja og Gorbatsjov sagður vera svikari. Vesturlönd eru sögð sitja á svikráðum við Rússland og meina því réttmæta stöðu heimsveldis. Fyrir tæpum átta árum sagði ég Pútín mundu verða nýjan Stalín og það er að koma fram. Hvorki ráðamenn né almenningur á Vesturlöndum átta sig á þessu. Vinældir Pútíns erlendis eru að vísu litlar, en þær aukast þó lítillega.