Þjóðernishnjaski er svo komið, að Belgar þola ekki lengur Belga. Landið liðast sundur í átökum Flæmingja og Vallóna. Síðarnefndu ruku af sáttafundi á miðvikudaginn. Sögðu hina fyrri vilja slíta sundur friðinn. Deilt er um fyrirkomulag kosninga í blandbyggðum. Einkum er það viðkvæmt í úthverfum Bruxelles. Þær voru áður flæmskar, en hafa verið að gerast vallónskar. Mánuðum saman hefur ekki verið hægt að mynda ríkisstjórn. Hingað til hafa þær byggst á sátt milli hollenzku- og frönskumælandi stjórnmálaflokka. En nú vilja menn ekki lengur tala saman. Nema ef vera skyldi á ensku.
