Sátt um negrastrákana

Punktar

Ég legg til, að miðstöðvar félagslegs réttrúnaðar fái að setja límmiða á bækur, sem honum eru þóknanlegar. Miðinn sýni, að bókin sé laus við ýmsa plágu, sem steðjar að börnum, svo sem fordóma. Dimmalimm og Tíu litlir negrastrákar fengju ekki gæðastimpil. Alveg eins og gæðastimplar eru á lífrænt ræktuðum mat, svo að ég þurfi ekki að kaupa erfðabreytt. Svona stimplar geta verið til þæginda fyrir fólk. Sumir geta mælt með og aðrir varað við. Aðalatriðið er, að skýr skilgreining liggi að baki. Fólk getur svo sjálft valið, hvort það verður við meðmælum eða andmælum á límmiðum.