Orkuveitumálið fellur í skynsamlegan farveg. Borgin hefur hafnað samruna við einkabransann. Hann kvartar um, að tímabundin sóknarfæri glatist í austurlöndum. Við svo búið verður að standa. Lukkuriddarar fóru of geyst að pólitíkusum borgarinnar, teymdu gamla borgarstjórann á asnaeyrunum. Það komst upp og málið er dautt, verður ekki lagað úr þessu. Verstur er þáttur milligöngumanna, ráðamanna Orkuveitunnar, voru að sigla inn í persónuleg auðævi. Þeir eru trausti rúnir, svo og stjórn Orkuveitunnar, sem fékk glýju í augu. Vonandi læra svo allir af biturri reynslu. Ágirndin hefur kostað.
