Áhlaup á Orkuveituna

Punktar

Nýr meirihluti borgarstjórnar þarf að verða trúverðugur í Orkuveitumálinu. Hann þarf að gera áhlaup á Orkuveituhúsið. Þar hafa hreiðrað um sig embættismenn og pólitískir sendimenn, sem taka ekki mark á pólitík. Þeir eru ákveðnir í að gefa ólígörkum mannauð stofnunarinnar. Þótt meirihluti borgarstjórnar hafi fallið vegna málsins. Borgarstjórn gerir sig að fífli með að ræða málið út og suður í ráðhúsinu. Kastalamenn Orkuveitunnar sanka að sér lögmönnum og verjast tilraunum að ná lýðræðislegum tökum á henni. Borgarstjórnin þarf að ganga í kastalann og taka lyklavöld af pakkinu.