Nokkrar listgreinar hafa fjarlægzt listnotendur á síðustu áratugum. Fremst fer þar myndlistin. Hún fór að ruglast upp úr 1960. Þá voru höfundarnir orðnir leiðir á afstrakti. Síðan hafa þeir ekki fundið list, sem fólk vill kaupa. Og vilja ekki finna hana. Þeir stunda mest leiklist á sviði. Svipað gerðist síðar í leiklistinni. Í bland við góð leikverk fóru að skjótast inn afskræmingar góðra leikverka og ýmislegt rugl, sem fólki leiddist. Svipuð gjá milli listamanna og notenda myndaðist líka í matargerðarlist. Kokkarnir fóru að stunda myndlist, en kúnnarnir vildu fá mat, ekki litaðar froður.
