Afsökun Fukuyama

Punktar

Frægasti framtíðarfræðingurinn sagði fyrir tveimur áratugum, að sagnfræðin væri komin á leiðarenda. Francis Fukuyama skrifaði þá “End of History” um, að bandarísk viðhorf hefðu sigrað heiminn. Nú hefur hann snúið við blaðinu. Heimurinn er ekki á leiðarenda, því að George W. Bush hefur klúðrað verki. 1) “Framvirk” stríð að hætti forsetans ganga ekki upp. 2)Evrópa neitaði að sætta sig við bandarískt einræði. 3) Hefðbundin stríð duga ekki í þriðja heiminum. 4) “Nýja íhaldið” kann ekki til verka. Fukuyama spáði vitlaust sem forgöngumaður þeirrar stefnu. En hefur manndóm til að játa mistök sín.