Vill leyfa eiturlyf

Punktar

Einn af lögreglustjórum Bretlands vill leyfa eiturlyf. Richard Brunstrom í Norður-Wales segir tíma kominn til að afnema sjötíu ára gamalt bann. Það hafi aldrei virkað og núna verr en nokkru sinni. Hagkerfi eiturlyfjanna jafnast á við olíuhringina, segir hann. Telur bannið vera ósiðlegt, grafi undan lögum og rétti. Allt eru þetta þekkt rök. Miklu betra er að ríkið sjálft græði á eiturlyfjum og geti lagt hluta gróðans til meðferðar fíkla. Alveg eins og ríkið græðir nú á bjór og brennivíni. Brunstrom er frábær róttæklingur. Innleiddi hraðamyndavélar í Bretlandi fyrstur löggustjóra.