Vantraust manna á hvers kyns stjórnvöldum er slíkt, að eftir áföll blómstra samsæriskenningar. Leyniþjónustunni CIA er kennt um morðið á Kennedy og árásina á tvíburaturnana. Eitt slíkra mála hefur reynzt lífseigara en flest önnur. Það er dómurinn yfir líbanska leyniþjónustumanninum Megrahi fyrir að hafa sprengt farþegaþotu yfir Lockerbie árið 1988. Flest bendir til, að það hafi verið rangur dómur. Í ljós hafa komið atriði, sem tengjast CIA. Margir hafa skrifað um þau, síðast dálkahöfundurinn Robert Fisk. Hann er þekktur af upplýsa dulda skandala í alþjóðamálum. Sjáið grein hans í Independent.
