Þögnin á mótorhhjólinu

Punktar

“Það var mikið frelsi að fara í útilegu á mótorhjóli og þarna lærði ég að hlusta á þögnina.” Ennfremur: “… hraðinn myndi ákveðna spennu og mikil tilfinning skapist fyrir náttúrunni, þegar setið sé á mótorhjóli.” Þetta las ég í blaðaviðtali í 24 stundum í gær. Nánari skýringu fékk ég ekki á merkilegum samhljómi vélhjóls, þagnar og náttúru. Þarna var á ferðinni enn eitt kranaviðtalið, sem einkennir íslenzka blaðamennsku umfram aðrar. Bunan stendur upp úr misjafnlega rugluðu fólki. Hún er birt án athugasemda eða skýringa. Kranaviðtöl vekja yfirleitt fleiri spurningar en þær svara.