Menntaráðuneytið hefur ekki forustu um þróun æðri menntunar. Starfsgreinar rísa og hníga án afskipta þess. Til dæmis skortir fjármálafræðinga í banka og atvinnulíf, án þess að ráðuneytið hafi afskipti af því. Á sama tíma er rekin kennsla með árlegum rytma í hefðbundnum greinum. Þótt tveggja ára rytmi mundi duga, til dæmis í guðfræði eða tannlækningum, þar sem fáir útskrifast. Risið hafa fjölmennar stéttir fagmanna, án þess að ráðuneytið hafi boðið kennslu í grein þeirra. Atvinnulífið er farið að grípa í tauma. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, setti milljarð í Háskólann í Reykjavík.
