Tíu ritstjórar og níu fréttastjórar á 29 manna námskeiði mínu í ritstjórn við Háskólann í Reykjavík. Þetta þriggja mánaða námskeið er til marks um þorsta fólks og atvinnulífs fyrir símenntun. Sem ekki fæst á annan hátt og alls ekki með aðkomu ríkisins. Fyrirtækin og samtök blaðamanna hafa gert þetta námskeið kleift. Eins og önnur námskeið, sem ég hef verið með við skólann. Ríkið kemur auðvitað hvergi nærri. Það er upptekið við að veita fé til kennslu í fjölmiðlafræði. Þótt tæpast þurfi meira en þrjá-fjóra slíka vandamálafræðinga á ári. Frumkvæði menntamála rennur til atvinnulífsins.
