Wall Street Journal bendir á, að ýmsir peningafurstar repúblikana veðji nú á demókrata. Þeim ofbýður skeytingaleysi gamla flokksins í fjármálum og efnahagsmálum. Og þeir telja tímabært að taka tillit til nýrra tíma í velferð og umhverfi. Tvöfalt meira fé streymir nú til demókrata en til repúblikana. Um leið hafa frambjóðendur demókrata hliðrað skoðunum sínum inn á miðjuna. Dæmigerð fyrir það er Hilary Clinton, sem er að drukkna í peningaflóði. Greinin í Wall Street Journal minnir á, að auðræðið vestra ræður ferð, hvor flokkurinn sem stjórnar landinu. Lýðræðið er bara form.
