Auðræðið er komið

Punktar

Næsta stig á eftir lýðræði er auðræði. Það er þegar komið til skjalanna í Bandaríkjunum. Þar kemst enginn maður á þing, nema fyrir gjafafé stórra fyrirtækja. Hver einasti þingmaður er skuldbundinn auðugum hagsmunum. Og allir forsetar landsins eru enn háðari. Öll lagasetning í Bandaríkjunum er miðuð við hagsmuni stórfyrirtækja og auðmanna. Þess vegna er velferðin að brotna niður í landinu. Stjórnarstefnan miðast við hagsmuni bandarískra fyrirtækja í hnattvæðingu. Þess vegna er ráðist á lönd í þriðja heiminum, Afganistan, Írak og næst Íran. Og auðræðið sækir víðar fram um heiminn.