Innri ríkisverðbólga

Punktar

Innri verðbóla gerir ríkinu ókleift að halda uppi óbreyttri þjónustu á óbreyttu verði. Við sjáum þetta vel í heilsukostnaði. Hann bólgnar, þótt þjónustan minnki. Ef verða ætti við öllum kröfum um bætta þjónustu, mundi kostnaður verða óviðráðanlegur. Við megum ekki magna samneyzlu umfram getu. Bezt er að ákveða hlutfall hverrar tegundar þjónustu af landsframleiðslu. Þannig má setja ramma, sem segir 8% í heilsu og 8% í skóla. Síðan verða menn að forgangsraða verkefnum, svo að vitað sé, hvað sé valið og hverju hafnað. Nú veit enginn, hvað ríkið á að borga og hvað það á ekki að borga.