Ókeypis kjallaragreinar

Fjölmiðlun

Á miðnætti í nótt veitti New York Times ókeypis aðgang á vefnum að föstum dálkahöfundum. Einnig að greinasafni blaðsins allt aftur til 1987. Áður var seld áskrift að þessu efni. Forstjóri blaðsins segir meira upp úr því að hafa að selja auglýsingar með ókeypis efni, sem margir nota. Þótt sumir hafi notað seldu áskriftina á vefnum, voru þeir ekki nógu margir til að kalla á auglýsingar. Stefnubreytingin sýnir áhrif leitarvélarinnar Google, þaðan koma flestir notendurnir. Sala auglýsinga er tekin fram yfir blandaða leið með sölu áskrifta, enda meiri upphæðir í húfi. Framtíðin er komin.